Moss fékk viðurkenningu fyrir fjórum árum þegar staðurinn var valinn í Michelin-handbókina.
„Matreiðslumenn Moss gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru. Hægt er að velja á milli 5-7 rétta samsettra seðla sem eru breytilegir eftir árstíðum eða vegan matseðils,“ segir í umfjöllun um veitingastaðinn.
Moss in Grindavík, Iceland is awarded a #MICHELINStar23 in the #MICHELINGuideNORDIC pic.twitter.com/LUmmGYStnc
— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) June 12, 2023
Agnar Sverrisson var ráðinn yfirkokkur á Moss vorið 2021 en hann mætti með réttu kalla góðvin Michelin-stjörnunnar. Hann var eigandi að veitingastaðnum Texture við Portman Square í London sem var margverðlaunaður Michelin-staður. Staðnum var lokað í kórónuveirufaraldrinum.
Hann kom að opnun skyndibitastaðarins Dirty Burger & Ribs sem var opnaður árið 2014 á Miklubraut og síðar í Austurstræti. Þá var hann eigandi veitinga- og vínstaðanna 28°-50°á þremur stöðum í London.
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi í Reykjavík hlaut Michelin-stjörnu í fyrra og DILL hélt sinni stjörnu.