Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2023 22:01 Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. stöð 2/arnar Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“ Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira
Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“
Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira