Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 21:12 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira