Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2023 15:33 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Umhverfisráðuneytið áformar að vísað frá beiðni Hvals um undanþágu frá starfsleyfi. Ólíklegt er að hefðbundið starfsleyfi verði gefið út í tæka tíð fyrir hefðbundið upphaf hvalveiða, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Vertíðin gæti því verið í uppnámi. Getty/Arnaldur Halldórsson Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira