„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2023 22:53 Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari á Moss í Bláa lóninu, er stoltur af því að veitingastaðurinn Moss sé nú kominn með Michelin-stjörnu. Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“ Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira
Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02
Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48