Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 14:35 Adam Delimkhanov stendur hér fyrir aftan Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu. EPA/MIKHAIL METZEL Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15
Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39