Rosengård var yfir með fimm mörkum gegn engu að fyrri hálfleik loknum og yfirburðirnir gríðarlegir. Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og fimm marka sigur því staðreynd.
Hin 22 ára landsliðskona Danmerkur, Olivia Møller Holdt, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Ekki á hverjum degi sem það gerist í fótbolta.
Rosengård er taplaust í níu síðustu leikjum og er sem stendur í 6. sæti með 22 stig. Einungis níu stigum minna en Häcken sem er í efsta sæti.
Guðrún er 28 ára miðvörður og á að baki 25 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað eitt mark. Hún lék einnig með öllum yngri landsliðum Íslands og á í heildina 56 leiki fyrir Íslands hönd.