Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Magnús Jochum Pálsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 15. júní 2023 16:10 Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið: Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið:
Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14