Þar segir að lögreglunni á Suðurnesjum hafi borist tilkynning um yfirgefinn bíl við Suðurstrandarveg mánudaginn 12. júní síðastliðinn. Leitað hafi verið að Sigrúnu af björgunarsveitum án árangurs frá landi og úr lofti frá því um hádegisbil á þriðjudag.
Litlar vísbendingar eru um hvar Sigrún gæti verið að sögn lögreglu sem ítrekar að hafi einhver upplýsingar um ferðir hennar, skuli viðkomandi hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 4442299 eða neyðarlínuna 1-1-2.
Leita enn að Sigrúnu Arngrímsdóttur

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn að Sigrúnu Arngrímsdóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Verið er að endurskipuleggja leitarsvæðið og leit mun halda áfram.