Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 08:01 Hallveig Jónsdóttir hefur lagt skóna á hilluna Vísir/Skjáskot Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“ Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“
Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira