Lífið

Gylfi og Alexandra saman í blíðu og stríðu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir á HM 2018.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir á HM 2018. vísir/getty

Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, fagnar brúðkaupsafmæli þeirra tveggja á Instagram.

„Saman í blíðu og stríðu. Elska þig!,“ skrifar Alexandra og deilir mynd af þeim á brúðkaupsdaginn, 15. júní 2019.

Alexandra og Gylfi á brúðkaupsdaginn.skjáskot

Í samtali við Vísi fyrir fjórum árum sagði Alexandra brúðkaupsdaginn hafa verið töfrum líkastur. Brúðkaup þeirra var haldið í blíðskaparveðri við Como vatn á Ítalíu þar sem fjöldi íslenskra landsliðsmanna mætti ásamt mökum.

Gylfi Þór kom til landsins í byrjun maí eftir að tilkynnt var að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Var hann handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sat í farbanni frá þeim tíma til 14. apríl síðastliðinn. 

Åge Harei­de, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er áhugasamur um að fá Gylfa Þór Sigurðsson til að spila aftur með liðinu.


Tengdar fréttir

Hareide ræddi við Gylfa á fimmtudag

Åge Harei­de, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist áhugasamur um að fá Gylfa Þór Sigurðsson til að spila með liðinu. Hann ræddi við Gylfa á fimmtudaginn í síðustu víku.

Gylfi Þór mættur í stúkuna að Hlíðarenda

Fyrsti leikur Vals og Tindastóls í lokaúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik er nú í gangi í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er á leiknum.

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×