Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 23:59 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir Breta varpa frá sér ábyrgðinni á árekstri á Heathrow-flugvelli yfir á Icelandair. Þeir sem beri raunverulega ábyrgð á slysinu séu stjórnendur Heathrow-flugvallar vegna óskýrra verkferla og samskiptaleysis starfsmanna á jörðu niðri. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann. Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann.
Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent