„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 13:59 Alfons Sampsted fagnar því að geta loksins talað smá íslensku vísir/Diego Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr. Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira