Lífið

Þóra Karítas og Sigurður gengin í það heilaga

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjáskot af Instagram-sögu Þóru Karítasar.
Skjáskot af Instagram-sögu Þóru Karítasar. Instagram/Þóra Karítas

Listaparið Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona og rithöfundur, og Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður, giftu sig í dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Sigurður og Þóra hafa verið trúlofuð í tæp tíu ár en létu í gær verða að því að ganga í það heilaga. Bæði hafa þau verið að gera garðinn frægan upp á síðkastið en Þóra var í vikunni tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikstjórn á verkinu Samdrættir, sem sýnd var í Tjarnarbíó á árinu. 

Þá er Sigurður um þessar mundir með myndlistarsýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem hann sýnir vídeóverkið Leiðni. 

Saman eiga Þóra og Sigurður tvo syni en að auki á Sigurður einn son til viðbótar. 


Tengdar fréttir

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“

Hinar myrku miðaldir eru undir í nýrri skáldsögu Þóru Karítasar. Í ítarlegu viðtali kemur meðal annars fram að hún rann á tímabili saman við aðalpersónu bókarinnar sem kvaddi sitt líf í Drekkingarhyl.

Gengur með barn og bók

Þóra Karítas Árnadóttir lauk nýverið við að leika í nýrri stuttmynd um íslenska konu sem hafnar í fangelsi í Tyrklandi. Hún er með nýja bók í smíðum sem hún vonast til að geta klárað fyrir miðjan janúar en þá á hún von á sínu öðru barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×