33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 13:30 Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, sem segir að íslenska vatnið verði okkar olía Íslendinga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna. Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira