107 kýr í nýju og glæsilegu fjósi í Þrándarholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 21:06 Bræðurnir og kúabændurnir í Þrándarholti, Arnór Hans (t.v.) og Ingvar. Þeir eru báðir smiðir og unnu því mjög mikið við að koma fjósinu upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fyrir 107 kýr. Tveir mjólkurróbótar eru í fjósinu. Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels