Gísli Þorgeir skoraði sex mörk, lagði upp þó nokkur og fiskaði nokkur vítaköst þegar Magdeburg lagði Kielce að velli í úrslitaleiknum í dag.
Landsliðsmaðurinn íslenski fór úr axlarlið í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær og flestir töldu að hann yrði fjarri góðu gamni þegar á hólminn yrði komið í úrslitunum.
Gísli Þorgeir var hins vegar á öðru máli og mætti til leiks og átti afar stóran þátt í því að Magdeburg vann Meistaradeildina í fjórða skipti í sögu félagsins.