Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 12:01 Víðir Freyr Ívarsson og Daniel Ndi sáttir eftir sigurinn í hitanum á laugardag, þar sem þeir sáu um að skora mörkin fyrir Hött/Hugin. Facebook/@hotturhuginn Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira