Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 12:01 Víðir Freyr Ívarsson og Daniel Ndi sáttir eftir sigurinn í hitanum á laugardag, þar sem þeir sáu um að skora mörkin fyrir Hött/Hugin. Facebook/@hotturhuginn Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira