Sánchez kemur til Breiðabliks frá Sindra þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili, ásamt því að þjálfa yngri flokka þar.
Það verður því nóg að gera hjá Sánchez á komandi tímabili því ásamt því að ætla að þjálfa kvennaliðið og spila með karlaliðinu mun hann þjálfa yngri flokka Breiðabliks í vetur.
Að því er fram kemur í tilkynningu Breiðabliks hefur Sánchez góða reynslu af þjálfun. Hann þjálfaði í Austurríki í fimm ár og var á þeim tíma þjálfari meistaraflokks kvenna í næstefstu deild.