Litla Rússland #2 Sigurjón Þórðarson skrifar 21. júní 2023 08:01 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Makríllinn og Pútín Hvernig í ósköpunum gat ákvörðun sem tekin var á grundvelli fiskverndar árið 2010 leitt af sér að þeir sem fengu í aðalrétt úthlutað tugum milljarða króna veiðirétti endurgjaldslaust fái til viðbótar eftirrétt upp á um 2 milljarða króna í formi skaðabóta frá íslenskum skattgreiðendum? Svona rugl gæti ekki einu sinni gerst í Rússlandi Pútíns. Það er ekki úr vegi að rifja það upp, að Makríllinn gerðist bjargvættur þjóðarinnar eftir efnahagshrunið 2008 og flæddi inn í landhelgina í stríðum straumi. Í fyrstu veiddist hann aðeins sem meðafli á síldveiðum hjá uppsjávarflotanum djúpt austur af landinu. Hann var nær alfarið veiddur til bræðslu og þar réð mestu hjá stórútgerðinni, að veiða sem mest magn óháð verðmætasköpun, til að áskotnast veiðireynslu ef til kvótasetningar kæmi. Magnveiði var sett í algeran forgang frekar en vinnsla og verðmætasköpun. Til þess annars vegar að sporna gegn sóun verðmæta og stuðla að veiðum til manneldis og hins vegar að tryggja veiðar smærri báta á grunnslóðinni sem makríllinn var farinn að gera sig heimakominn á, var sett reglugerð af þáverandi sjávarútvegsráðherra. Reglugerðin tryggði skipum sem stunduðu línu-, handfæra- og vinnsluskipum litla sneið af þeim heildarafla sem íslensk skip máttu veiða af makríl ár hvert. Reglugerðin var mikill þyrnir í augum LÍÚ forvera SFS og ákváðu útgerðir að fara í mál við ríkið á lagatæknilegum forsendum, en afar ósanngjörnum grundvelli. Útgerðirnar töpuðu málinu í héraðsdómi, en niðurstöðu málsins var snúið við í Hæstarétti. Árni Kolbeinsson, fyrrum hæstaréttardómari, var kallaður aftur til starfa í þessu tiltekna máli, þrátt fyrir vanhæfi. Nægir þar að nefna að sonur hans hafði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og SFS, auk þess sem hann hafði verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar og tekið þar þátt í að móta regluverkið. Hvers vegna tapaði ríkið málinu, þar sem augljóslega var verið að dæma gegn hagsmunum þjóðarinnar á grundvelli lagatæknilegra þátta? Svarið við þeirri spurningu snýr ekki einungis að vali á dómurum, heldur ekki síður með því að skoða hverjir voru sjávarútvegsráðherrar á meðan á málaferlunum stóð. Má þar nefna m.a. merkismennina þá Kristján Þór Júlíusson og Sigurð Inga Jóhannsson. Svari nú hver fyrir sig hvort þessir menn séu þekktir fyrir það á sínum stjórnmálaferli að setja heildarhagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum stórútgerðarinnar. „Lærdómur“ ríkisstjórnar Katrínar Allir sem vildu gátu fylgst með stórundarlegri leiksýningu í Hæstarétti og Alþingis, sem var eitthvað á þá leið að vegna lagatæknilegra mistaka við úthlutun Makrílskvótans árið 2010, þá væri afar brýnt að mati Kristjáns Þórs sjávarútvegsráðherra að setja makrílinn inn í gjafakvótakerfið – hvernig er hægt að bjóða uppa á svona farsa? Engu að síður var það gert með hraði á Alþingi vorið 2019. Áður hafði makrílnum verið úthlutað til eins árs í senn á grundvelli reglugerðar. Með því að setja makrílinn inn í braskkerfið á þessum tímapunkti, þá myndaðist reikningsgrundvöllur sem nýttur var til að rökstyðja miklu hærri skaðabótagreiðslur af hálfu ríkisins en ella. Ekki þarf að koma á óvart að núverandi matvælaráðherra, sem virðist vera haldin einhvers konar kvótaæði, hafi stutt málið á sínum tíma. Það kom ekki heldur til greina hjá ráðandi stjórnmálaöflum að leigja út veiðiheimildir til hæstbjóðandi og ekki mátti heyra á það minnst að setja lítinn hluta í útleigu til stórútgerðarinnar. Þó ekki væri til annars en að eiga eitthvað upp í milljarða króna skaðabótakröfur. Þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnmálaelítunni. Íslenskir skattgreiðendur skulu borga skaðabætur fyrir vanhæfni ráðamanna. Ef veislutertan fer ekki óskert á silfurfat auðmanna þá skal almenningur borga! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Makríllinn og Pútín Hvernig í ósköpunum gat ákvörðun sem tekin var á grundvelli fiskverndar árið 2010 leitt af sér að þeir sem fengu í aðalrétt úthlutað tugum milljarða króna veiðirétti endurgjaldslaust fái til viðbótar eftirrétt upp á um 2 milljarða króna í formi skaðabóta frá íslenskum skattgreiðendum? Svona rugl gæti ekki einu sinni gerst í Rússlandi Pútíns. Það er ekki úr vegi að rifja það upp, að Makríllinn gerðist bjargvættur þjóðarinnar eftir efnahagshrunið 2008 og flæddi inn í landhelgina í stríðum straumi. Í fyrstu veiddist hann aðeins sem meðafli á síldveiðum hjá uppsjávarflotanum djúpt austur af landinu. Hann var nær alfarið veiddur til bræðslu og þar réð mestu hjá stórútgerðinni, að veiða sem mest magn óháð verðmætasköpun, til að áskotnast veiðireynslu ef til kvótasetningar kæmi. Magnveiði var sett í algeran forgang frekar en vinnsla og verðmætasköpun. Til þess annars vegar að sporna gegn sóun verðmæta og stuðla að veiðum til manneldis og hins vegar að tryggja veiðar smærri báta á grunnslóðinni sem makríllinn var farinn að gera sig heimakominn á, var sett reglugerð af þáverandi sjávarútvegsráðherra. Reglugerðin tryggði skipum sem stunduðu línu-, handfæra- og vinnsluskipum litla sneið af þeim heildarafla sem íslensk skip máttu veiða af makríl ár hvert. Reglugerðin var mikill þyrnir í augum LÍÚ forvera SFS og ákváðu útgerðir að fara í mál við ríkið á lagatæknilegum forsendum, en afar ósanngjörnum grundvelli. Útgerðirnar töpuðu málinu í héraðsdómi, en niðurstöðu málsins var snúið við í Hæstarétti. Árni Kolbeinsson, fyrrum hæstaréttardómari, var kallaður aftur til starfa í þessu tiltekna máli, þrátt fyrir vanhæfi. Nægir þar að nefna að sonur hans hafði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og SFS, auk þess sem hann hafði verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar og tekið þar þátt í að móta regluverkið. Hvers vegna tapaði ríkið málinu, þar sem augljóslega var verið að dæma gegn hagsmunum þjóðarinnar á grundvelli lagatæknilegra þátta? Svarið við þeirri spurningu snýr ekki einungis að vali á dómurum, heldur ekki síður með því að skoða hverjir voru sjávarútvegsráðherrar á meðan á málaferlunum stóð. Má þar nefna m.a. merkismennina þá Kristján Þór Júlíusson og Sigurð Inga Jóhannsson. Svari nú hver fyrir sig hvort þessir menn séu þekktir fyrir það á sínum stjórnmálaferli að setja heildarhagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum stórútgerðarinnar. „Lærdómur“ ríkisstjórnar Katrínar Allir sem vildu gátu fylgst með stórundarlegri leiksýningu í Hæstarétti og Alþingis, sem var eitthvað á þá leið að vegna lagatæknilegra mistaka við úthlutun Makrílskvótans árið 2010, þá væri afar brýnt að mati Kristjáns Þórs sjávarútvegsráðherra að setja makrílinn inn í gjafakvótakerfið – hvernig er hægt að bjóða uppa á svona farsa? Engu að síður var það gert með hraði á Alþingi vorið 2019. Áður hafði makrílnum verið úthlutað til eins árs í senn á grundvelli reglugerðar. Með því að setja makrílinn inn í braskkerfið á þessum tímapunkti, þá myndaðist reikningsgrundvöllur sem nýttur var til að rökstyðja miklu hærri skaðabótagreiðslur af hálfu ríkisins en ella. Ekki þarf að koma á óvart að núverandi matvælaráðherra, sem virðist vera haldin einhvers konar kvótaæði, hafi stutt málið á sínum tíma. Það kom ekki heldur til greina hjá ráðandi stjórnmálaöflum að leigja út veiðiheimildir til hæstbjóðandi og ekki mátti heyra á það minnst að setja lítinn hluta í útleigu til stórútgerðarinnar. Þó ekki væri til annars en að eiga eitthvað upp í milljarða króna skaðabótakröfur. Þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnmálaelítunni. Íslenskir skattgreiðendur skulu borga skaðabætur fyrir vanhæfni ráðamanna. Ef veislutertan fer ekki óskert á silfurfat auðmanna þá skal almenningur borga! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun