Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38
Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05