Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2023 22:50 Nýja flughlaðið og nýja flugstöðvarbyggingin sjást til hægri við núverandi flugstöð. Egill Aðalsteinsson Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. Frumvarp um varaflugvallagjald varð að lögum frá Alþingi fyrr í mánuðinum en það mun ekki síst gagnast völlum eins og þeim á Akureyri. Þingmaðurinn sem fór fyrir starfshópnum sem lagði til gjaldið fagnar. „Varaflugvallagjaldið breytir gríðarlega miklu í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu. Þarna er sérstaklega verið að eiga við alþjóðaflugvellina,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og áður flugumferðarstjóri á Akureyri, í fréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður starfaði áður sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Fyrir aftan sést hvar verið er að undirbúa nýja flughlaðið undir malbikun.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir þær sem núna sjást á vellinum, bæði við nýja flugstöð og flughlað, fóru þó af stað sem fjárfestingarátak vegna covid-faraldursins. „Flughlaðið er bara lítið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar, um leið og hún bendir á þrengslin á stæðinu framan við flugstöðina. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það mun gjörbreyta aðstöðunni á Akureyrarflugvelli að fá nýtt flughlað,“ segir hún. Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar og mun malbikun standa yfir næstu þrjár vikur, samkvæmt upplýsingum frá malbiksverktakanum Colas Ísland, en leggja þarf þrjú lög malbiks. Stærri þotur með auknu millilandaflugi kalla á meira rými. Frá vinnu við nýja flughlaðið.Egill Aðalsteinsson „Þetta bara vex og vex. Byrjaði í raun að vaxa hratt árið 2017 þegar við byrjuðum að fá meira millilandaflug,“ segir flugvallarstjórinn en framundan er mikilvæg breyting þegar breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet hefur áætlunarflug til Akureyrar. Njáll Trausti segir þó mikilvægast að hægt verði að taka við fleiri þotum samtímis þegar Keflavíkurflugvöllur lokast á annatíma. Stærra flughlað á Akureyri auki öryggi alþjóðaflugsins. Séð yfir Akureyrarflugvöll. Flugbrautin er 2.400 metra löng.Egill Aðalsteinsson „Kannski að koma 25-30 vélar á sama tíma inn. Þá er gríðarlega mikilvægt að hafa varaflugvelli annars staðar ef það þarf að hörfa og lenda annars staðar vegna einhvers sem kemur upp; veður eða einhver atvik gerast í Keflavík, lokast brautir út af einhverju. Þá er þetta gríðarlega mikilvægt. Þetta er flugöryggismál. Þetta sparar líka eldsneyti. Þetta er umhverfismál,“ segir þingmaðurinn. Varaflugvallagjaldið mun einnig nýtast Reykjavík og Egilsstöðum. „Það fjárfestingarverkefni varðandi öryggismál í fluginu sem ætti að fara í næst það væri Egilsstaðaflugvöllur og hefja uppbyggingu þar sem allra fyrst,“ segir Njáll Trausti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. 11. desember 2022 12:15 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Frumvarp um varaflugvallagjald varð að lögum frá Alþingi fyrr í mánuðinum en það mun ekki síst gagnast völlum eins og þeim á Akureyri. Þingmaðurinn sem fór fyrir starfshópnum sem lagði til gjaldið fagnar. „Varaflugvallagjaldið breytir gríðarlega miklu í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu. Þarna er sérstaklega verið að eiga við alþjóðaflugvellina,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og áður flugumferðarstjóri á Akureyri, í fréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður starfaði áður sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Fyrir aftan sést hvar verið er að undirbúa nýja flughlaðið undir malbikun.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir þær sem núna sjást á vellinum, bæði við nýja flugstöð og flughlað, fóru þó af stað sem fjárfestingarátak vegna covid-faraldursins. „Flughlaðið er bara lítið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar, um leið og hún bendir á þrengslin á stæðinu framan við flugstöðina. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það mun gjörbreyta aðstöðunni á Akureyrarflugvelli að fá nýtt flughlað,“ segir hún. Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar og mun malbikun standa yfir næstu þrjár vikur, samkvæmt upplýsingum frá malbiksverktakanum Colas Ísland, en leggja þarf þrjú lög malbiks. Stærri þotur með auknu millilandaflugi kalla á meira rými. Frá vinnu við nýja flughlaðið.Egill Aðalsteinsson „Þetta bara vex og vex. Byrjaði í raun að vaxa hratt árið 2017 þegar við byrjuðum að fá meira millilandaflug,“ segir flugvallarstjórinn en framundan er mikilvæg breyting þegar breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet hefur áætlunarflug til Akureyrar. Njáll Trausti segir þó mikilvægast að hægt verði að taka við fleiri þotum samtímis þegar Keflavíkurflugvöllur lokast á annatíma. Stærra flughlað á Akureyri auki öryggi alþjóðaflugsins. Séð yfir Akureyrarflugvöll. Flugbrautin er 2.400 metra löng.Egill Aðalsteinsson „Kannski að koma 25-30 vélar á sama tíma inn. Þá er gríðarlega mikilvægt að hafa varaflugvelli annars staðar ef það þarf að hörfa og lenda annars staðar vegna einhvers sem kemur upp; veður eða einhver atvik gerast í Keflavík, lokast brautir út af einhverju. Þá er þetta gríðarlega mikilvægt. Þetta er flugöryggismál. Þetta sparar líka eldsneyti. Þetta er umhverfismál,“ segir þingmaðurinn. Varaflugvallagjaldið mun einnig nýtast Reykjavík og Egilsstöðum. „Það fjárfestingarverkefni varðandi öryggismál í fluginu sem ætti að fara í næst það væri Egilsstaðaflugvöllur og hefja uppbyggingu þar sem allra fyrst,“ segir Njáll Trausti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. 11. desember 2022 12:15 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. 11. desember 2022 12:15
Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00