Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir var frábær í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn