Erlent

Hafa numið hljóð neðan­sjávar í leitinni að Titan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Á myndinni má sjá undirbúning köfunar Titan á sunnudag.
Á myndinni má sjá undirbúning köfunar Titan á sunnudag. AP/Action Aviation

Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin.

Miðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því að hljóð hafi heyrst á um hálftíma fresti eins og verið sé að berja á eitthvað og að þau hljóð hafi verið numin í að minnsta kosti fjórar klukkustundir.

Explorers Club, sem tveir farþegar kafbátsins tilheyra, segja umrædd gögn gefa von um að fólkið sé enn á lífi.

Áætlað er að enn súrefnisbirgðir kafbátsins verði á þrotum eftir um það bil 30 klukkustundir en fregnir bárust af því í gær að jafnvel þótt kafbáturinn hefði ratað á yfirborðið þá væri nauðsynlegt að finna hann innan þess tímaramma, þar sem hann er innsiglaður að utan og ómögulegt að komas út án aðstoðar.

Viðbragðsaðilar segja að búið sé að leita á 26 þúsund ferkílómetra svæði úr lofti.

Fimm voru um borð í Titan þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Kafbáturinn var á leið að flaki farþegaskipsins Titanic, sem sökk árið 1912 og liggur um 1.450 kílómetra austur af Cape Cod í Massachusetts og 644 kílómetra suður af St. Johns á Nýfundnalandi.


Tengdar fréttir

Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir

Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum.

Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi.

Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic

Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×