Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2023 10:26 Locky MacLean og Paul Watson um borð í John Paul De Joria. Samtök Paul Watson hafa gert tilboð í tvö skip Hvals hf, Hval 8 og 9. Þau bjóða Kristjáni Loftssyni að nefna verð og ef það er sanngjarnt sé hægt að ganga frá kaupunum vífilengjulaust. SIMON AGER/PAUL WATSON FOUNDATION Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17