Breiðablik gæti mætt FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 10:44 Eru Blikar á leið á Parken? Vísir/Hulda Margrét Ef allt gengur upp munu Íslandsmeistarar Breiðabliks og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrír Íslendingar eru meðal leikmanna FCK, þar á meðal sonur þjálfara Breiðabliks. Í morgun var dregið í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA í Nyon í Sviss. Þar kom það á daginn að fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið, sem fram fer hér á landi, sem og fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þá munu Kópavogspiltar mæta Kaupmannahafnarpiltum. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. Leið Breiðabliks Íslandsmeistararnir hefja leik í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Spilað verður á Íslandi, Kópavogsvelli nánar tiltekið. Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó í undanúrslitum umspilsins á þriðjudaginn kemur, 27. júní. Vinni Breiðablik þann leik fer það í úrslit umspilsin, sá leikur fer fram 30. júní. Þar mæta Blikar annað hvort Atlètic Club d'Escaldes frá Andorra eða Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Breiðablik og síðarnefnda liðið elduðu grátt silfur saman á síðustu leiktíð. Fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið bíður þeirra viðureign við Írlandsmeistara Shamrock Rovers í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar er leikið heima og að heiman. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo FCK. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Í morgun var dregið í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA í Nyon í Sviss. Þar kom það á daginn að fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið, sem fram fer hér á landi, sem og fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þá munu Kópavogspiltar mæta Kaupmannahafnarpiltum. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. Leið Breiðabliks Íslandsmeistararnir hefja leik í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Spilað verður á Íslandi, Kópavogsvelli nánar tiltekið. Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó í undanúrslitum umspilsins á þriðjudaginn kemur, 27. júní. Vinni Breiðablik þann leik fer það í úrslit umspilsin, sá leikur fer fram 30. júní. Þar mæta Blikar annað hvort Atlètic Club d'Escaldes frá Andorra eða Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Breiðablik og síðarnefnda liðið elduðu grátt silfur saman á síðustu leiktíð. Fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið bíður þeirra viðureign við Írlandsmeistara Shamrock Rovers í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar er leikið heima og að heiman. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo FCK.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira