Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 08:01 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu gegn Portúgal og Slóvakíu, og verður væntanlega í lykilhlutverki í haust og í umspilinu í mars ef til þess kemur. Vísir/Hulda Margrét Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira