Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. júní 2023 21:09 Andrea Rut Bjarnadóttir kom inn sem varamaður hjá Blikum í dag. Vísir/Vilhelm Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og tóku forystuna eftir aðeins 8. mínútur. Það var eftir gott spil upp hægri kantinn sem Ásta Eir gaf boltann fyrir á Katrínu Ásbjörnsdóttur, sem tók vel á móti honum, sneri varnarmanninn af sér og kláraði færið snyrtilega í fjærhornið. Blikar héldu áfram að ógna marki Þróttar næstu mínúturnar, sóttu mikið upp hægri vænginn, Ásta Eir átti nokkrar góðar fyrirgjafir og Hafrún Rakel átti skot í stöng. Þær leituðu þó líka mikið inn á miðsvæðið þar sem Taylor Marie réði ríkjum, hún reyndi þrjú skot af löngu færi sem urðu markverði Þróttar til svolítilla vandræða. Undir lok fyrri hálfleiks tók Þróttur yfir leikinn, héldu boltanum betur og komu sér í góðar stöður. Katla Tryggvadóttir átti besta færi gestanna þegar hún slapp ein í gegn en þökk sé Telmu Ívarsdóttur, markverði Blika, tókst henni ekki að skora. Þróttur hélt sama dampi við upphaf seinni hálfleiks, liðið hélt boltanum vel og átti margar álitlegar sóknir. Eftir að hafa reynt lengi að brjóta ísinn tókst það loks á 61. mínútu þegar Sierre Lelii jafnaði metin fyrir Þrótt eftir stoðsendingu Tönyu Boychuk. Tanya var svo sjálf á ferðinni aðeins nokkrum mínútum síðar þegar hún skoraði úr skoti fyrir utan teig, en þar hefði Telma Ívarsdóttir átt að gera betur í markvörslunni. Það hleypti eldmóð í Blikastelpur að lenda undir, þær sóttu grimmt að marki gestanna og uppskáru hornspyrnu sem Áslaug Munda tók. Hún gaf boltann stutt á Öglu Maríu sem lagði hann út á Taylor við markteiginn, hún sólar sig framhjá einum varnarmanni og þrumar boltanum svo í netið. Staðan jöfn eftir mjög fjöruga byrjun á seinni hálfleik, síðustu mínútur leiksins skiptust liðin á sóknum og reyndu bæði að sækja sigurinn. En það bar ekki árangur í kvöld og niðurstaða leiksins 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða, tveir mjög sterkir andstæðingar sem mætast í algjörum toppslag. Liðin áttu hvort um sig sína kafla þar sem þau tóku yfir leikinn, en hvorugt liðið var áberandi betra í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Taylor Marie átti stórleik í kvöld, stjórnaði spilinu á miðjunni og átti mörg góð skot, uppskar verðskuldað jöfnunarmark. Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í marki Breiðabliks, þrátt fyrir að gerast sek um mistök í öðru markinu. Hvað gekk illa? Breiðablik var miklu betri liðið fyrstu mínútur leiksins en virtist falla of mikið til baka eftir að ná forystunni. Komust kannski of snemma yfir, voru með algjör tök á leiknum en leyfðu Þrótti svolítið að sækja á sig í stöðunni 1-0. Hvað gerist næst? Það eru stórleikir í næstu umferð, efstu fjögur lið deildarinnar spila innbyrðis. Breiðablik tekur á móti Val, sunnudaginn 25. júní kl. 19:15. Þróttur heimsækir FH degi síðar, mánudag kl. 19:15. Nik: Lít á þetta sem tvö töpuð stig Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna og svekktur að hafa ekki náð meira en einu stigi í dag. „Ég lít á þetta sem tvö töpuð stig, þó þetta hafi verið góður leikur. Mér fannst við eiga frábæran leik bæði með og án boltans, líklega okkur besti leikur á þessu tímabili gegn svo sterkum andstæðingi.“ „Þetta var leikur smáatriðanna, við slökktum á okkur á röngum tíma þegar þær jöfnuðu 2-2, en við áttum færi eftir það og þess vegna lít ég á þetta sem tvö töpuð stig. En maður sættir sig vel við jafntefli gegn Breiðablik.“ Þrátt fyrir að vera heilt yfir sáttur með frammistöðu síns liðs bendir þjálfarinn á nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur. „Við vorum hægar í pressunni þegar Toni [varnarmaður Breiðabliks] var með boltann, leyfðum þeim að færa spilið milli kanta og gerðum ekki nógu vel í að stöðva fyrirgjafirnar, sem var frekar svekkjandi. En stelpurnar sýndu mikinn andlegan styrk að halda sér inni í leiknum og ekki hleypa þeim í 2-0. Fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar fannst mér við betra liðið.“ Ásmundur: Taflan lýgur ekkert Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson eru þjálfarar Blika.Vísir/Vilhelm Hver eru fyrstu viðbrögð þjálfara við jafnteflinu? „Ég er frekar svekktur með það, það er ekkert annað í boði hér á heimavelli en að sækja þrjú stig. Þannig að við erum frekar svekkt með lokaniðurstöðuna.“ Eftir að hafa komist yfir snemma og haldið forystunni vel í fyrri hálfleik voru Blikastelpur skyndilega lentar undir í byrjun seinni hálfleiks. Hvað gerðist þarna á þessum kafla? „Það er eins og við gleymum okkur þarna í örfáar mínútur og þær fá opnari færi en þær höfðu fengið þangað til. Mér fannst við fara fullsnemma í það eftir að við komumst í 1-0 að reyna að halda í forystuna. Okkur gekk ekki nógu vel að halda í boltann og féllum á köflum of aftarlega, en héldum þokkalegri stjórn á leiknum.“ „Seinni hálfleikur var meira svona fram og tilbaka, allt gat gerst, svekktur að sjá skotið hjá Taylor ekki inni sem fór í slánna, en möguleikarnir voru beggja megin. En eins og ég segi þá eru þetta örfáar mínútur sem að við gleymum okkur og þær koma sér í góða stöðu.“ Eftir níu umferðir er Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 17 stig. Þær eiga næst leik við topplið Vals og munu freista þess að komast á toppinn. „Maður vill alltaf meira, en taflan lýgur ekkert, þetta er eins og þetta er og við viljum bara bæta okkur í seinni hlutanum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna
Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og tóku forystuna eftir aðeins 8. mínútur. Það var eftir gott spil upp hægri kantinn sem Ásta Eir gaf boltann fyrir á Katrínu Ásbjörnsdóttur, sem tók vel á móti honum, sneri varnarmanninn af sér og kláraði færið snyrtilega í fjærhornið. Blikar héldu áfram að ógna marki Þróttar næstu mínúturnar, sóttu mikið upp hægri vænginn, Ásta Eir átti nokkrar góðar fyrirgjafir og Hafrún Rakel átti skot í stöng. Þær leituðu þó líka mikið inn á miðsvæðið þar sem Taylor Marie réði ríkjum, hún reyndi þrjú skot af löngu færi sem urðu markverði Þróttar til svolítilla vandræða. Undir lok fyrri hálfleiks tók Þróttur yfir leikinn, héldu boltanum betur og komu sér í góðar stöður. Katla Tryggvadóttir átti besta færi gestanna þegar hún slapp ein í gegn en þökk sé Telmu Ívarsdóttur, markverði Blika, tókst henni ekki að skora. Þróttur hélt sama dampi við upphaf seinni hálfleiks, liðið hélt boltanum vel og átti margar álitlegar sóknir. Eftir að hafa reynt lengi að brjóta ísinn tókst það loks á 61. mínútu þegar Sierre Lelii jafnaði metin fyrir Þrótt eftir stoðsendingu Tönyu Boychuk. Tanya var svo sjálf á ferðinni aðeins nokkrum mínútum síðar þegar hún skoraði úr skoti fyrir utan teig, en þar hefði Telma Ívarsdóttir átt að gera betur í markvörslunni. Það hleypti eldmóð í Blikastelpur að lenda undir, þær sóttu grimmt að marki gestanna og uppskáru hornspyrnu sem Áslaug Munda tók. Hún gaf boltann stutt á Öglu Maríu sem lagði hann út á Taylor við markteiginn, hún sólar sig framhjá einum varnarmanni og þrumar boltanum svo í netið. Staðan jöfn eftir mjög fjöruga byrjun á seinni hálfleik, síðustu mínútur leiksins skiptust liðin á sóknum og reyndu bæði að sækja sigurinn. En það bar ekki árangur í kvöld og niðurstaða leiksins 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða, tveir mjög sterkir andstæðingar sem mætast í algjörum toppslag. Liðin áttu hvort um sig sína kafla þar sem þau tóku yfir leikinn, en hvorugt liðið var áberandi betra í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Taylor Marie átti stórleik í kvöld, stjórnaði spilinu á miðjunni og átti mörg góð skot, uppskar verðskuldað jöfnunarmark. Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í marki Breiðabliks, þrátt fyrir að gerast sek um mistök í öðru markinu. Hvað gekk illa? Breiðablik var miklu betri liðið fyrstu mínútur leiksins en virtist falla of mikið til baka eftir að ná forystunni. Komust kannski of snemma yfir, voru með algjör tök á leiknum en leyfðu Þrótti svolítið að sækja á sig í stöðunni 1-0. Hvað gerist næst? Það eru stórleikir í næstu umferð, efstu fjögur lið deildarinnar spila innbyrðis. Breiðablik tekur á móti Val, sunnudaginn 25. júní kl. 19:15. Þróttur heimsækir FH degi síðar, mánudag kl. 19:15. Nik: Lít á þetta sem tvö töpuð stig Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna og svekktur að hafa ekki náð meira en einu stigi í dag. „Ég lít á þetta sem tvö töpuð stig, þó þetta hafi verið góður leikur. Mér fannst við eiga frábæran leik bæði með og án boltans, líklega okkur besti leikur á þessu tímabili gegn svo sterkum andstæðingi.“ „Þetta var leikur smáatriðanna, við slökktum á okkur á röngum tíma þegar þær jöfnuðu 2-2, en við áttum færi eftir það og þess vegna lít ég á þetta sem tvö töpuð stig. En maður sættir sig vel við jafntefli gegn Breiðablik.“ Þrátt fyrir að vera heilt yfir sáttur með frammistöðu síns liðs bendir þjálfarinn á nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur. „Við vorum hægar í pressunni þegar Toni [varnarmaður Breiðabliks] var með boltann, leyfðum þeim að færa spilið milli kanta og gerðum ekki nógu vel í að stöðva fyrirgjafirnar, sem var frekar svekkjandi. En stelpurnar sýndu mikinn andlegan styrk að halda sér inni í leiknum og ekki hleypa þeim í 2-0. Fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar fannst mér við betra liðið.“ Ásmundur: Taflan lýgur ekkert Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson eru þjálfarar Blika.Vísir/Vilhelm Hver eru fyrstu viðbrögð þjálfara við jafnteflinu? „Ég er frekar svekktur með það, það er ekkert annað í boði hér á heimavelli en að sækja þrjú stig. Þannig að við erum frekar svekkt með lokaniðurstöðuna.“ Eftir að hafa komist yfir snemma og haldið forystunni vel í fyrri hálfleik voru Blikastelpur skyndilega lentar undir í byrjun seinni hálfleiks. Hvað gerðist þarna á þessum kafla? „Það er eins og við gleymum okkur þarna í örfáar mínútur og þær fá opnari færi en þær höfðu fengið þangað til. Mér fannst við fara fullsnemma í það eftir að við komumst í 1-0 að reyna að halda í forystuna. Okkur gekk ekki nógu vel að halda í boltann og féllum á köflum of aftarlega, en héldum þokkalegri stjórn á leiknum.“ „Seinni hálfleikur var meira svona fram og tilbaka, allt gat gerst, svekktur að sjá skotið hjá Taylor ekki inni sem fór í slánna, en möguleikarnir voru beggja megin. En eins og ég segi þá eru þetta örfáar mínútur sem að við gleymum okkur og þær koma sér í góða stöðu.“ Eftir níu umferðir er Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 17 stig. Þær eiga næst leik við topplið Vals og munu freista þess að komast á toppinn. „Maður vill alltaf meira, en taflan lýgur ekkert, þetta er eins og þetta er og við viljum bara bæta okkur í seinni hlutanum.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti