Menningareyja á Melunum Þóra Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:31 Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar