„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Atli Arason skrifar 21. júní 2023 22:31 Pétur Pétursson er þjálfari Vals. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu. Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu.
Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó