Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Samúel Karl Ólason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. júní 2023 17:30 Málaliðar Wagner hafa verið að undirbúa varnir í Rostov-borg. EPA Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Belarús Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira