Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar mættu nær engri mótspyrnu þegar þeir fóru inn í Rostov í gær og var í raun fagnað af mörgum íbúum. Því er ósvarað hvað það þýðir fyrir stjórnvöld í Rússlandi. epa Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira