„Tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera“ Jón Már Ferro skrifar 25. júní 2023 08:00 Emil Pálsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrir tveimur árum fór hann fyrst í hjartastopp en í fyrra gerðist það aftur. Hann sagði skilið við fótboltann tímabundið áður en hann snéri sér að fótboltaþjálfun. vísir/andri marinó Emil Pálsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem neyddist skyndilega til þessa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra. Hefur fundið nýjan farveg fyrir ástríðu sína á íþróttinni. Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil. Besta deild karla FH Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil.
Besta deild karla FH Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn