Biðleikur hafinn í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 12:02 Jón Ólafsson, prófessor, segir atburði gærdagsins sýna fram á óöryggi æðstu ráðamanna í Rússlandi. Vísir/Arnar Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira