Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Norsk-íslenski fallhlífastökkvarinn Arne Aarhus er fyrirliði hópsins. Egill Aðalsteinsson Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun: Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun:
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42