Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Hafdís Einarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar frá Sauðárkróki. Stöð 2 Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira