Lífið

Snjó­laug Lúð­víks­dóttir á von á barni

Íris Hauksdóttir skrifar
Snjólaug Lúðvíksdóttir er ein fyndnasta kona landsins.
Snjólaug Lúðvíksdóttir er ein fyndnasta kona landsins. Aldís Pálsdóttir

Uppistandarinn og handritshöfundurinn Snjólaug Lúðvíksdóttir á von á barni en vinkonur hennar komu henni rækilega á óvart um helgina með glæsilegri barnasturtu.

Snjólaug er ríflega hálfnuð á meðgöngunni og ber blár þemalitur veislunar til kynna að um dreng sé að ræða. 

Snjólaug hefur notið mikilla vinsælda sem uppistandari en hún lærði handritagerð í London. Hún vinnur nú að gerð spennumyndarinnar KONUR eftir samnefndri metsölubók Steinars Braga sem True North framleiðir. Einnig er hún að skrifa grínseríuna Magalúf í framleiðslu Stöðvar 2 og glæpaseríuna Stellu Blomkvist í framleiðslu Saga Film.

Gerir að mestu grín að sjálfri sér

Snjólaug fer með uppistand á íslensku, ensku og frönsku og hefur skemmt víðs vegar um Evrópu. Hún gerir að mestu grín að sjálfri sér og eigin göllum enda segir hún hið ófullkomna yfirleitt það fyndnasta. Hún tali þó aldrei aðrar konur niður. 

Meginþema uppistands Snjólaugar snýr iðurlega að því hvernig það er að vera einhleyp en dæmi um það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þá var Snjólaug gestur í þættinum Framkoma með Loga Bergmanni en þátturinn kom í loftið árið 2015. 

Klippa: Snjólaug Lúðvíksdóttir með uppistand hjá Loga

Tengdar fréttir

Uppistand um konur í kvikmyndum

Í kvöld verður uppistand um konur í kvikmyndum þar sem þær Snjólaug Lúðvíksdóttir og Edda Björgvinsdóttir koma fram ásamt góðum félagsskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×