Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2023 12:15 Leikmenn FH fagna marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. „Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“ Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira