Fótbolti

Weah aftur í Seríu A

Siggeir Ævarsson skrifar
Timothy Weah hefur leikið með bandaríska landsliðinu síðan 2018. Hann gat einnig leikið fyrir hönd Frakklands, Jamaíku og Líberíu en valdi Bandaríkin ungur.
Timothy Weah hefur leikið með bandaríska landsliðinu síðan 2018. Hann gat einnig leikið fyrir hönd Frakklands, Jamaíku og Líberíu en valdi Bandaríkin ungur. Vísir/Getty

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni.

Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019.

Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu.

Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína.

Loks úr skugga föður síns?

Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira.

Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós.


Tengdar fréttir

Weah farinn til Celtic

Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×