„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 20:28 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50