Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28