„Þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 12:12 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um fylgi flokkanna ekki endurspegla neinar breytingar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mælinguna óásættanlega fyrir flokkinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgisbreytingu Samfylkingarinnar vera að festa sig í sessi. Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34