„Þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 12:12 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um fylgi flokkanna ekki endurspegla neinar breytingar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mælinguna óásættanlega fyrir flokkinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgisbreytingu Samfylkingarinnar vera að festa sig í sessi. Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34