Brynhildur áfram í Borgó Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 13:25 Brynhildur Guðjónsdóttir verður Borgarleikhússtjóri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027. Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi. Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi.
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira