Sólarlag Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. júní 2023 14:01 Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Stangveiði Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun