Sólarlag Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. júní 2023 14:01 Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Stangveiði Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun