„Ég hugsa að ég myndi vinna þig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:30 Duplantis er viss um að hann geti hlaupið hraðar en Shelly Ann Fraser-Pryce. Vísir/Getty Heims- og Ólympíusmeistarinn í stangarstökki karla er viss um að hann geti hlaupið hraðar en hraðasta kona síðustu ára. Hann vill mæta Shelly Ann Fraser-Pryce á hlaupabrautinni. Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður. Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira