Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Kristófer Már Maronsson skrifar 28. júní 2023 07:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Hvalveiðar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun