Um leikskólamál. Erum við á þriðju vaktinni í vinnunni? Hildur Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2023 09:00 Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar