Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 13:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði hækkaðir eins og þurfa þyki til að ná verðbólgu niður. Vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir bankans virðast nú loksins vera að skila árangri. Vísir/Vilhelm Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin. Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17
Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58