NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 14:15 Jimmie Johnson með eiginkonu sinni Chöndru Janway eftir keppni í Texas árið 2012. Foreldrar hennar fundist látnir af völdum skotsára í Oklahoma á mánudag. AP/Tim Sharp Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira