NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 14:15 Jimmie Johnson með eiginkonu sinni Chöndru Janway eftir keppni í Texas árið 2012. Foreldrar hennar fundist látnir af völdum skotsára í Oklahoma á mánudag. AP/Tim Sharp Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira